28.8.09

Ég fer í fríið

Nú leggur litla fjölskyldan land undir fót og ætlar að eyða dögum næstu viku í Borgarfirði síðri. Þar ætlar hún að liggja í bleyti í heitum potti og skoða undur Borgarfjarðar. Heimsækja Hvanneyri og hafa það gott.
Það er aldrei að vita nema ritari síðunnar taki einhverjar myndir og jafnvel komi þeim inn á netið. En það verður bara allt að koma í ljós.

Við heyrumst síðar

Biddan kveður-ég fer í fríið-ég fer í fríið

2 comments:

Dagmar said...

Jájájá myndir :)

Dagmar said...

Hei þið eruð löngu komin úr fríi! Ekkert að ske?