Egilsstaðabær toppar sig í þjónustunni daglega. Í fyrradag gerði átta manna hópur tilraun til þess að panta sér borð á Nielsen klukkan 20:00 það var ekki hægt þar sem að ekki voru teknar borðapantanir eftir klukkan 19:00. Okkur fannst einkennilegt að ekki væri hægt að panta borð fyrir kvöldverð eftir klukkan 19:00 og létum þá skoðun okkar í ljós og þökkuðum fyrir.
Þegar betur er að gáð er þetta kannski ekki svo einkennilegt því að þegar fólk fer út að borða tekur það í það minnst þrjá tíma í verkið en Nielsen lokar alltaf klukkan 23:30 og þess vegna er tæpt að fólkið sé búið að kyngja síðasta bitanum áður en vertinn er farinn að stóla upp, kveikja öll ljós og segja fólki að nú sé verið að loka það verði að fara. Sennilega er átta manna hóðpur sem er að kaupa sér að borða fyrir um það bil 40 þús ekki ánægður með að vera rekinn út. Þannig að vertinn á Nielsen er sennilega að gera gestum sínum greiða með því að bóka ekki fyrir það borð eftir klukkan 20:00 hvað þá átta manns.
Lítum sem svo á að þetta sé ekki þjónustuleysi af hálfi Nielsen. Sami hópur hafði samband við Gistihúsið á Egilsstöðum þar sem hópurinn gat fengið pantað borð og var boðið velkomið kvöldið eftir. Þar fengum við líka þessa dýrindis þjónustu, dýrlegan mat og máttum sitja eins lengi og við vildum. Það var ekki búið að kveikja og farið að stóla upp þegar við fórum, samt var klukkan farin að nálgast ellefu.
Þjónustuleysið og dónaskapurinn á Nielsen er að gera mig geðveika. Ég fer ekki oft þarna inn en ég er alltaf að heyra af fleira og fleira heimafólki sem fer þarna inn eftir klukkan 10 á kvöldin til að fá sér bjór með vinum sem eru í heimsókn og menn eru ný sestir þegar mönnum er bent á að það sé verið að loka og menn eigi að klára úr glösunum.
Mitt ráð til fólks til að forðast pirring er að fara á gistiheimilið og fá sér bjór í ró og næði og láta vertann á Nielsen um að stóla upp á kvöldin án þess að þurfa að reka gestina úr stólunum.
Biddan kveður-södd og sæl eftir frábæra bleikju á Gistihúsinu