24.3.10

Á leið til Jótlands

Jæja það er líf á meðal fjölskyldunnar.

Við hjónleysiskornin ætlum að leggja land undir fót og heimsækja Elsu og Kjartan til Horsens. Ágúst Bragi ætlar að vera í vellystingum hjá ömmu og afa á Borgarfirði á meðan. Við nýtum ferðina svo sannarlega vel því við hittum Andra og Steinunni í Köben og gistum hjá þeim eina nótt og þegar við lendum aftur á landinum ísa þá brunum við upp á Skaga og fáum að knúsast í litla kút Freyju og Ebba einn dag.
Ef að heppni ritarans verður ráðandi næstu daga mun eldgosið í Eyjafjallajökli sennilega aukast hægt og bítandi og ná hámarki á aðfaranótt laugardags, þar sem við eigum flug frá Leifstöð klukkan 7 á laugardagsmorgun og við verðum því heima að sitja. En við vonum hið besta og búumst við því versta.
Ef eitthvað markvert gerist í þessu ferðalagi mun ritarinn gera sitt besta við að bera við minnisleysi og komast þar með undan því að greina frá þeim hlutum hér :) þar sem hann er afar framtaksamur.

En það má finna myndir af Ágústi Braga á myndasíðu fjölskyldunnar. Njótið þeirra vel.

kveðja Bidda - á leið úr landi