Heil og sæl!
Það hefur ýmislegt drifið á daga litlu fjölskyldunnar síðan hér var síðast ritað. Hæst ber þó að litli prinsinnn á heimilinu varð ársgamall þann 20. nóvember og fékk að því tilefni tvöfalda afmælisveislu. Annarsvegar með börnum og hins vegar með fullorðnum þetta var helst gert vegna plássleysis á heimilinu. Prinsinn fékk margar fallegar gjafir og var orðinn ansi kræfur í pökkunum. Síðan áttu foreldrarnir afmæli en það var nú ekki eins fréttnæmt. Jólin liðu eins og venjulega og Ágúst Bragi lét svo sannarlega til sín taka í pökkunum jafnt sínum eigin og foreldra sinna. Við hittum marga góða vini yfir jólin og þökkum við öllum góðar samverustundir.
Ágúst Bragi hefur skólagöngu sína á morgun, þriðjudag og hóf ritarinn störf í dag. Þetta verða sennilega erfiðir fyrstu dagar og snemma farið í bælið í Fjóluhvamminum. En okkur eykst vonandi kraftur þegar á líður :
Heilsist ykkur sem best þangað til næst. Það er hugsanlegt að ritarinn fari að taka sig í myndainnsetningu.
Biddan kveður - Nýju ári fylgja oft fögur fyrirheit.
4.1.10
Subscribe to:
Posts (Atom)